• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Snorri Sturluson

Sögurammi um Snorra og Sturlungaöld
Nemendur fjalla um Snorra Sturluson og Sturlungaöldina á Íslandi ýmist einir eða í hópum. Á meðal verkefna er leikþáttur sem nemendur vinna í hópum og fjallar um valinn atburð í sögu Sturlungaaldar. Engir tveir hópar fjalla um sama atburð. Upplýsingatækniverkefnið sem lagt er til í þessum söguramma er tengt leikþættinum. Gert er ráð fyrir að þegar nemendur hafa lokið við leikþáttinn búi þeir til útvarpsþátt um sama efni. 

Hljóðvinnsla í Audacity
Hægt er að leysa þetta verkefni í ýmsum forritum en hér verður unnið í forriti sem heitir Audacity og fæst án endurgjalds á slóðinni http://soundforge.net. 

Lagbútar
Í meðfylgjandi verkefni eiga nemendur að setja lagbút inn á upptökuna og eru til nokkrir vefir þar sem hægt er að hlaða löglega niður lögum eða lagabútum án greiðslu. Hér er tengill inn á eina slíka síðu. Mikill tími gæti farið í það hjá nemendum að finna lag. Til að forðast óþarfa tímaeyðslu við að leita að lögum gæti kennarinn verið búinn að finna til nokkra lagstúfa eftir því sem honum þykir henta og láta nemendur fá fimm til sex slíka að velja úr. 

Lög til reiðu
Hér er bent á nokkra lagbúta sem hægt er að nota í útvarpsþættina:

   Desijourney
   Upbeatfunk 
   MoodyLoop
   ShakeYourBootay
   strings4

Heim
Fyrir nemendur