• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Náttúrufyrirbæri á Íslandi - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Umbrot í Publisher

Heim
Þetta er einstaklingsverkefni og hver nemandi gerir bækling um náttúrufyrirbæri á Íslandi, efni eins og vötn, eldfjöll, eyjar, jökla, fossa, hveri eða ár á Íslandi.

Verkefnalýsing fyrir umbrot á bæklingi
Bæklingurinn á að vera í þríbroti og er prentaður út á eitt A4-blað beggja megin. Samtals verða því 6 blaðsíður í bæklingnum. Unnið er í forritinu Publisher. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af bæklingi.

Forsíða
Hér má vera mynd og titill sem lýsir því sem fjallað er um í bæklingnum.
Ef fjallað er um vötn á Íslandi gæti bæklingurinn til dæmis heitið Vötn á Íslandi.
Einnig á að koma fram neðst á síðunni hver vann bæklinginn.

Baksíða
Hér á að vera auglýsing um ferð á einhvern af stöðunum sem þið fjallið um í bæklingnum.
Ef þið fjallið um vötn má taka eitt af vötnunum sem þið fjallið um og setja upp tilboðsferð þangað.
Í tilboðinu þarf að koma fram hvenær er farið,  hvaða dag og klukkan hvað.
Einnig á að koma fram hvaðan er farið, hvert er farið, hversu langan tíma ferðin tekur
og hvað kostar að fara í hana. 

Innsíður (blaðsíður 2 til 5)
Á þessum síðum fjallið þið um einhverja fjóra merkilega staði á Íslandi.
Ef bæklingurinn ykkar er um vötn á Íslandi ætti að fjalla um fjögur vötn
með umfjöllun og mynd af hverjum stað á um það bil einni blaðsíðu. 

Heimildir
Í bæklingnum þarf að koma fram hvaða heimildir voru notaðar og hvar þið fenguð myndir.
Gott er að setja í smáu letri undir mynd, inn á hana eða í sérstakan reit hvaðan mynd er fengin.

Námsmat
20%  - Er vandaður texti inni á öllum sex blaðsíðunum?
20%  - Er viðeigandi mynd inni á öllum sex blaðsíðunum?
10%  - Forsíða: Er heiti bæklings, mynd og höfundur á síðunni?
20%  - Baksíða: Er góð lýsing á tilboðsferð á síðunni?  
10%  - Heimildir: Er heimilda getið í bæklingnum?
20% -  Er greinargóð lýsing á öllum þeim stöðum sem fjallað er um?

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar um umbrot í Publisher.
Kennsla í Publisher - Fyrstu skrefin
Kennsla í Publisher - Að setja inn mynd og texta