• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Norðurlöndin - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Ritvinnsla og upplýsingaleit

Þú átt að skrifa ritgerð í ritvinnsluforritinu Word. Verkefnið er einstaklingsverkefni og velja nemendur sér eitt land af Norðurlöndunum til að fjalla um. Í ritgerðinni eiga að koma fram ýmsar upplýsingar um viðkomandi land ásamt töflu yfir Norðurlönd og höfuðborgir þeirra. Í verkefninu þjálfa nemendur meðal annars upplýsingaleit í bókum og á neti sem og uppsetningu á ritgerð í tölvutæku formi.

Verkefnalýsing fyrir ritgerð um Norðurlöndin
Í verkefninu eiga að vera forsíða, tveir kaflar, tafla, blaðsíðutöl og heimildasíða. Verkefnið er unnið í Word.

Forsíða
Á forsíðu þarf að koma fram nafn skóla, staður, nafn kennara og heiti kennslugreinar. 

Sjá nánar sýnishorn af ritgerð hér neðar á síðunni.

Fyrsti kaflinn mætti heita Norðurlöndin
Í þessum kafla setjið þið upp töflu með upplýsingum um nöfn allra Norðurlandanna, íbúafjölda, höfuðborgir landanna og íbúafjölda þeirra. Sjá nánar sýnishorn af töflu hér neðar á síðunni.

Annar kaflinn ber nafn landsins sem skrifað er um
Þar á að fjalla stuttlega um helstu einkenni landsins. Atriði sem eiga að koma fram eru eftirtalin:

   Höfuðborg landsins, íbúafjöldi, stærð landsins, gróðurfar, veðurfar,
   lönd og höf sem liggja að landinu, merkileg náttúrufyrirbæri í landinu,

   stjórnarfar, menning, tungumál og atvinnulíf.

Einnig eigið þið að skrifa stuttlega um að minnsta kosti tvo listamenn frá landinu eins og til dæmis rithöfunda og/eða tónlistamenn.

Heimildir
Í heimildaskrá koma fram þær bækur og netslóðir sem upplýsingar eru fengnar úr.

Munið að vanda málfar og stafsetningu. 

Námsmat
10% - Forsíða, er hún unnin samkvæmt fyrirmælum?
10% - Eru tveir kaflar í ritgerðinni?
10% - Er heimildaskrá í ritgerðinni?
10% - Er heimildaskrá rétt uppsett?
20% - Er ein tafla í ritgerðinni?
10% - Er málfar og stafsetning í lagi?
10% - Eru blaðsíðutöl í rigerðinni?
20% - Fjallar kaflinn um landið um alla þá þætti sem þurfa að koma þar fram samkvæmt fyrirmælum?

Sýnishorn af ritgerð
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af ritgerð eins og hún á að líta út.

Kennslumyndir
Einnig er hér að finna sýnkennslu um Word.
Kennslumynd um Word - Tafla
Heim
Kennslumynd um Word - Blaðsíðutal