• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Þjóðgarðurinn - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Vefsíðugerð í Weebly

Heim
Hver nemandi býr til sinn vef með öllum helstu upplýsingum um þjóðgarðinn sem nemendur hafa skipulagt saman. Einnig er sagt frá einum fugli í þjóðgarðinum. Unnið er beint á vefinn á vefsetri Weebly.
Verkefnalýsing fyrir vefsíðugerð um þjóðgarð

  1. Skráning inn í vefkerfi Weebly
    Byrjið á að fara inn á slóðina http://
    students.weebly.com og sláið inn notendanafn og lykilorð frá kennara
    í reitina Username og Password. 
  2. Vefslóð
    Veljið vefslóð á síðuna ykkar og notið upphafsstafi ykkar og stafarunu frá kennara.
           Dæmi
           Ef runan er 1234 og nemandi heitir Valdís Arnarsdóttir velur hún sér slóðina http://va1234.weebly.com.
  3. Yfirsíður
    Búið til þrjár yfirsíður inni á vefnum ykkar. 

           Heim
           Þjónusta
           Gróðurfar og dýralíf
  4. Undirsíða
    Búið til fjórðu síðuna og látið hana vera undirsíðu síðunnar Gróðurfar og dýralíf. Þessi síða á að bera nafn fuglsins
    sem þið skrifið um ritgerð. Sá sem hefur skrifað um skógarþröst kallar þá undirsíðuna:

            Skógarþröstur
  5. Heim
    Fyrsta síðan sem kemur upp þegar fólk kemur inn á vefslóðina ykkar heitir Heim og þar eiga að koma almennar upplýsingar um efnið á vefnum ykkar. Hvað heitir þjóðgarðurinn, hvar er hann, hver er þjóðgarðsvörður og svo framvegis.
  6. Þjónusta
    Á síðunni sem heitir Þjónusta eiga að vera upplýsingar um þjónustu í garðinum. Þetta geta til dæmis verið upplýsingar um tjaldstæði og verð, möguleika á fiskveiði og verð á veiðileyfum, snyrtingu og eldunaraðstöðu. Er hægt að fá leiðsögn um þjóðgarðinn hjá þjóðgarðsverði eða landvörðum og þarf að panta hana? Þetta má vera hvað sem ykkur dettur i hug um þjónustu og ýmsa möguleika í þjóðgarðinum.
  7. Gróðurfar og dýralíf
    Á þessari siðu eiga að koma fram upplýsingar um gróðurfar og dýralíf í þjóðgarðinum. 
  8. Fugl (nafn fuglsins)
    Inn á þessa síðu kemur ritgerðin sem þið hafið samið um fuglinn sem þið völduð ykkur.
  9. Myndir og tengill
    Setja þarf inn á vefinn m
    innst fjórar myndir sem tengjast efni vefsins
    og m
    innst einn tengil á vefsíðu sem tengist efni vefsins ykkar.
  10. Heimildir
    Inni á vefnum þarf að koma fram hvar myndir og aðrar heimildir eru fengnar.
  11. Tilbúningur
    Loks þarf að taka fram fremst í vefnum að allar upplýsingar um þjóðgarðinn eru tilbúningur!

Ekki gleyma að lesa vel yfir allan texta og lagfæra villur!

Námsmat
Eru fjórar síður í vefnum (Heim, Þjónusta, og Gróðurfar og dýralíf ásamt síðu um fugl)? 
Er gott efni inni á öllum síðum?
Eru fjórar vel valdar myndir á vefnum? 
Er tengill sem bendir á áhugavert efni á vefnum?
Er auðvelt að átta sig á síðunni og sjá hvað er að finna á henni? 
    Eru góðar upplýsingar á síðunni sem heitir Heim?
Kemur fram hvar myndir og aðrar heimildir eru fengnar?
Útlit og frágangur: Er síðan þægileg aflestrar og málfar og stafsetning í lagi?


Kennslumyndir um vefsíðugerð í Weebly
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar kennslumyndir um vefsíðugerð í Weebly.
Að skrá sig inn í fyrsta sinn og skipta um lykilorð í Weebly
Að búa til síður og undirsíður í Weebly
Að velja og skipta um útlit í Weebly
Að setja inn texta og myndir í Weebly

Að setja inn myndir af YouTube, tengil með vefslóð og myndasýningu í Weebly