• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Evrópa - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Töflugerð í Excel

Nemendur eiga að skipuleggja Interrail-ferðalag um Evrópu. Verkefnið er einstaklings- eða paraverkefni og snýst um að skipuleggja mánaðarlangt lestarferðalag um Evrópu á eins nákvæman hátt og mögulegt er. 

Verkefnalýsing fyrir kostnaðaráætlun fyrir ferðalag um Evrópu
Vinna á nákvæma áætlun um mánaðarlangt lestarferðalag á Interrail-miða um Evrópu og áætla allan kostnað. Unnið er í forritunum Word og Excel.
 
Hvað á að koma fram um skipulag ferðalagsins?
Hvert er flogið eða siglt til að hefja lestarferðir? Hvaða borgir á að heimsækja? Hvaða merku staði á að skoða? Hversu margir ferðast saman, tveir eða fleiri? Á einnig að nota annan ferðamáta en lestir og ef svo er, hvaða ferðamáta? Hvar á að gista? Hvað verður gert til afþreyingar og skemmtunar í ferðalaginu?

Uppsetning í ritvinnsluforriti
Setja á ferðaáætlunina upp á skýran hátt í ritvinnsluforriti. 
Vandið málfar og stafsetningu!

Kostnaðaráætlun
Þegar lokið er nákvæmri ferðaáætlun þarf að gera kostnaðaráætlun. Leita þarf á netinu að upplýsingum um verð á öllum helstu þáttum sem snúa að ferðalaginu og setja upp kostnaðaráætlunina í töflureikninum Excel.

Hvað þætti þarf að kostnaðarmeta
og setja upp í töflu í Excel?
Flug eða sigling til og frá Íslandi
Interrail-fargjald fyrir lestarferðir
Fargjöld vegna rútuferða, strætóferða
og lestarferða innan borga
Gisting á gistiheimilum
Tjaldgisting
Matur
Skoðunarferðir
Afþreying
Annað

Samlagning og súlurit
Nemendur eiga að láta töflureikninn reikna út fyrir sig heildarverð fyrir einn einstakling, tvo einstaklinga og fjóra einstaklinga.
Einnig á að gera súlurit úr töflunni. Þegar taflan og súluritið eru tilbúin á að flytja það yfir í ritvinnsluskjalið með ferðaáætluninni. 

Skila á tveimur skjölum. Annars vegar er ritvinnsluskjal með ferðaáætlun, töflu með kostnaðaráætlun og súluriti. Hins vegar töflureiknisskjal með útreikningum á kostnaðaráætlunni.

Námsmat 
15% - Fjallar ferðaáætlun um alla þá þætti sem koma fram í verkefnalýsingu hér að ofan?
15% - Fjallar kostnaðaráætlun um að minnsta sjö af þeim níu þáttum sem taldir eru upp hér að ofan?
20% - Eru formúlur í Excel rétt settar inn í töfluna og virka þær eins og til er ætlast?
20% - Er súlurit í Excel-skjalinu?
10% - Er súluritið inni í ritvinnsluskjalinu?
10% - Er taflan með kostnaðaráætluninni inni í ritvinnsluskjalinu?
10% - Eru málfar og stafsetning í lagi?

Dæmi um töflu yfir áætlaðan kostnað
Hér fyrir neðan má sjá hvernig taflan á að líta út.


Kennsla í Excel - Að búa til töflu og setja inn formúlu
Heim
Kennsla í Excel - Útlit á töflu
Kennsla í Excel - Að búa til súlurit og flytja yfir í Word