• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Aldasafnið - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Stuttmyndagerð

Heim
Upplýsingatækniverkefnið í þessum söguramma er stuttmyndagerð.  Nemendur vinna þrír til fjórir saman í hóp. Hver hópur tekur fyrir einn til tvo merkisatburði sem urðu á fjórtándu, fimmtándu, sextándu, sautjándu og átjándu öld og gera um þá stuttmynd. Engir tveir hópar gera mynd um sama atburðinn. 

Leiðbeiningar og kennsla um stafræna miðlun
Á vef Námsgagnastofnunnar er að finna mjög góðar kennsluleiðbeiningar og stutt myndbrot um stuttmyndagerð. Gott er að skoða þetta efni um stafræna miðlun áður en hafist er handa við stuttmyndagerðina.

Verkefnalýsing fyrir stuttmynd
Veljið einn til tvo atburði til að fjalla um í myndinni.
Gerið gróft handrit og setjið það upp í söguborði. Söguborði þarf að skila til kennara þegar stuttmyndin er tilbúin. 
Veljið í hlutverk, upptökumann, leikara og jafnvel leikstjóra.
Takið senurnar upp.
Klippið til og setjið saman myndskeið.
Myndin þarf að bjóða upp á byrjun, inntak og endi
Myndin á að vera tvær til þrjár mínútur að lengd.
Í byrjun myndar á að koma fram um hvaða atburð myndin fjallar.
í lok myndar á að koma fram hverjir unnu að myndinni og þar þurfa að koma fram nöfn allra í hópnum.

Námsmat
10% - Er skýrt í byrjun um hvað myndin fjallar?
20% - Var söguborð unnið og því skilað með myndinni?
20% - Er farið að fyrirmælum um lengd myndar (tvær til þrjár mínútur)
20% - Hefur myndin byrjun, inntak og endi?
15% - Kemur fram hverjir unnu að myndinni?
15% - Hvernig var samvinnan í hópnum?