Snorri Sturluson - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Hljóðvinnsla í Audacity
Upplýsingatækniverkefnið tengt söguramma um Snorra Sturluson og Sturlungaöld felst í því að nemendur búa til útvarpsþátt úr leikþætti sem þeir hafa gert um ákveðið tímabil á Sturlungaöld. Verkefnið er hópverkefni og nemendur vinna í sömu hópum og unnu að leikþættinum.
Verkefnalýsing fyrir útvarpsþátt um Snorra Sturluson og Sturlungaöldina Nemendur búa til útvarpsþátt upp úr leikþættinum sem þeir eru þegar búnir að gera um Sturlungaöldina. Ætlast er til að nemendur leiki senur úr leikþættinum í útvarpsþættinum. Unnið er í forriti sem heitir Audacity. Hvað á að koma fram í útvarpsþættinum? Stutt kynning í byrjun og afkynning í lok þáttar. Þar kemur fram hvað þátturinn heitir og hverjir koma fram í honum. Brot úr lagi í byrjun og lok þáttar. Leikin sena eða senur úr leikþættinum um tímabil á Sturlungaöld. Allir í hópnum þurfa að taka þátt í leikþættinum. Lengd þáttar Lengd útvarpsþáttarins á að vera tvær til þrjár mínútur. Veljið einn af eftirfarandi lagstúfum í útvarpsþáttinn ykkar: Desijourney Upbeatfunk MoodyLoop ShakeYourBootay strings4 Námsmat 20% - Er lengd þáttarins innan tímamarka? 20% - Hefur þátturinn bæði byrjun og enda við hæfi? 10% - Koma fram í þættinum nöfn allra í hópnum? 20% - Er lagstúfur í byrjun og enda þáttarins? 20% - Er leikin sena eða senur úr leikþættinum í útvarpsþættinum? 10% - Er samvinna innan hópsins góð? Kennslumyndir um hljóðvinnslu í Audacity Hér fyrir neðan er að finna stuttar myndir þar sem kennt er á hljóðvinnsluforritið Audacity. Kennsla í Audacity - Að vista og byrja að taka upp hljóð Kennsla í Audacity - Að klippa í sundur hljóð
|
Kennsla í Audacity - Að setja inn hljóðskrá
Kennsla í Audacity - Að búa til hljóðskrá - Wave
|
|