• Heim
  • Söguaðferðin
    • Dæmi um söguramma
  • 5. bekkur
    • Landnámið
    • __ Fyrir nemendur
    • Náttúrufyrirbæri á Íslandi
    • __ Fyrir nemendur
  • 6. bekkur
    • Þjóðgarðurinn
    • __ Fyrir nemendur
    • Reikistjörnurnar
    • __ Fyrir nemendur
    • Snorri Sturluson
    • __ Fyrir nemendur
    • Norðurlöndin
    • __ Fyrir nemendur
  • 7. bekkur
    • Evrópa
    • __ Fyrir nemendur
    • Aldasafnið
    • __ Fyrir nemendur
Upplýsingatækni og söguaðferðin

Reikistjörnurnar - Leiðbeiningar fyrir nemendur
Skjákynning í Powerpoint

Heim
Í þessu verkefni gera nemendur skjákynningu. Unnið er í hópum/pörum og fjallar hver hópur/par um eina reikistjörnu.
Þegar nemendur hafa lokið við skjákynningarnar kynna þeir þær fyrir hinum nemendunum í bekknum sínum. Einnig er tilvalið að 
nemendur sýni skjákynningarnar á sameiginlegu foreldrakvöldi bekkjarins. 

Verkefnalýsing fyrir skjákynningu um reikistjörnu
Skjákynninguna á að búa til í Powerpoint. Hún á að vera að lágmarki 6 síður en að hámarki 8 síður. 

Hvað á að koma fram í skjákynningunni?
Nafn reikistjörnu og staða hennar frá sólu.
Ef vitað er hver fann reikistjörnuna, tilgreinið þá nafn hans/hennar og hvenær hún fannst.
Tilheyrir reikistjarnan innri eða ytri reikistjörnum? 
Hefur reikistjarnan fylgitungl?
Úr hverju er reikistjarnan og hvert er hitastigið á henni?
Er hægt að sjá reikistjörnuna með berum augum frá jörðinni?
Hver er umferðartími reikistjörnunnar um sólu?
Teljið upp og lýsið helstu sérkennum reikistjörnunnar, fjórum atriðum!

Skipting á síður

Titilsíða

Á þessari fyrstu síðu á að vera titill á kynningunni, heiti sem gefur til kynna hvað fjallað er um.
Einnig eiga að koma fram á síðunni nöfn þeirra sem vinna verkefnið saman.
Þessu ætti að fylgja sterk mynd sem tengist efninu.

Lokasíða
Á síðustu síðu eiga að vera heimildaskrá og myndaskrá. Þar eiga að koma fram heimildirnar
sem byggt var á og upplýsingar um uppruna mynda.

Inntakssíður
Á þessar síður setjið þið inn upplýsingar um reikistjörnuna ykkar
og reynið gera skil sem flestu af því sem tilgreint var hér fyrir ofan.

Framsetning og frágangur
Munið að vanda stafsetningu og frágang.
Notið stuttar og hnitmiðaðar setningar.
Hugið vel að litasamsetningu texta og grunna.
Notið að minnsta kosti tvær myndir í kynninguna.

Kynning
Þegar þið kynnið reikistjörnuna ykkar fyrir bekkjarfélögum er mikilvægt
að horfa fram í stað þess að horfa sífellt á kynninguna.
Einnig er mikilvægt að tala skýrt og skipta kynningunni jafnt
á milli þeirra sem unnu saman.

Námsmat
20% - Er síðufjöldi á bilinu 6 til 8 síður?
10% - Eru að minnsta kosti tvær myndir í kynningunni?
10% - Forsíða: Er titill efnis og nafn höfundar á síðunni?
10% - Baksíða: Eru heimildaskrá og myndaskrá á síðunni?  
30% - Geymir skjákynningin minnst 12 fróðleiksmola um plánetuna? 
10% - Framsögn; Er flutningur á kynningu skýr og skiljanlegur?
10% - Er flutningi skipt nokkuð jafnt á milli flytjenda?

Kennslumyndir um gerð skjákynningar í Powerpoint
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot um það hvernig gera á sjákynningu í Powerpoint.

Kennsla í gerð skjákynningar í Powerpoint - Að búa til síðu, mynd og útlit
Kennsla í gerð skjákynningar í Powerpoint - Hvernig setja á texta í Notes í Powerpoint